Close Menu
    Nýjar fréttir

    Hideo Kojima rúllar upp framtíð leikja: Death Stranding 2 og OD sýnd í fyrsta sinn

    17.06.2025

    Tölvuleikur bannaður í Hong Kong – spilarar eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi

    16.06.2025

    Cristiano Ronaldo verður alþjóðlegur talsmaður Esports World Cup 2025

    15.06.2025

    Next Level Racing kynnir háþróaðan flughermi með formlegu leyfi frá Microsoft Flight Simulator

    15.06.2025
    1 2 3 … 247 Next
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    esports.is
    • Forsíða
    • Tölvur og leikir
      • Nintendo
      • PC leikir
      • Playstation
      • Rafíþróttir
      • Xbox
    • Leikjarýni
      1. Leikjarýni
      Featured

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      Chef-Jack13.05.2025
      Recent

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      13.05.2025

      Leikjarýni: Bullet Yeeters – Jetpack, byssur og sprengingar í stofunni – Nýr fjölspilunarleikur breytir heimilinu í vígvöll – og það með stæl – VARÚÐ

      09.05.2025

      Leikjarýni: Þú færð kannski ekki vinning – Ekki örvænta – Taylor Swift er samt með þér

      04.05.2025
    • Auglýsa?
    • Um okkur
      • Hafðu samband
      • Auglýsa?
      • Fréttabréf
      • Um vefinn
      • Íslenskar Fb grúppur
    esports.is
    Forsíða»PC leikir»eSports.is 5 ára – Til hamingju
    PC leikir

    eSports.is 5 ára – Til hamingju

    Chef-Jack01.02.20134 mín lestur
    Deila
    Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link

    Merki eSports.is1. febrúar árið 2008 opnaði eSports.is formlega og í dag 1. febrúar 2013 er þá vefurinn orðinn 5 ára.  Það hefur verið mikil breyting á vefnum á þessum árum, en það má segja að vefurinn hefur náð þessum aldri vegna þess að ég aka Chef-Jack hef mikinn áhuga á að skrifa og fjalla um íslenska leikjasamfélag í heild sinni og það meira að segja í öllum leikjum þrátt fyrir að ég sjálfur spila ekki nema örfáa leiki, en þá hef ég alltaf leitast eftir þekkingu á tiltekna leik osfr.

    Frá því að eSports.is opnaði þá hafa fjölmargar tölvuleikjaheimasíður verið opnaðar en hafa ekki lifað nema í stuttan tíma og ég held að það sé vegna þess að eigendur á þessum heimasíðum halda að það sé nóg að opna heimasíðu og ráða fullt af fréttamönnum og þeir sjá síðan um rest.  Ég hef ávallt verið á vaktinni hér á eSports.is í gegnum árin og passað upp á heimasíðuna og vera í góðu sambandi við íslenska tölvuleikjasamfélagið, hvort sem það er á Steam, mumble, Team Speak, irc, facebook, twitter ofl. ofl. og ég held að það sé eitt af lykilatriðum að halda út í fréttavef líkt og eSports.is að vera alltaf á vaktinni.

    Ég hef hlustað og lesið allar athugasemdir með breytingar á vefnum og sumt sleppi en annað tek ég til greina og framkvæmi þá tillögu.

    Hef skrifað tölvuleikjafréttir í 15 ár
    Þegar ég fer aðeins að rifja upp hvað lengi ég er búinn að vera skrifa tölvuleikjafréttir, þá er það um 15 ár, en fyrst byrjaði ég hjá öðrum heimasíðum og alltaf horfði ég upp á eigendur á þeim heimasíðum missa áhugann sem að endingu hættu þær heimasíður.  Fyrir um 9 árum síðan þá keypti ég heimasíðu sem hét half-life.is og var með þann vef í um 4 ár og hann þróaðist út í það að skrifa meira um íslenska tölvuleikjasamfélagið í öllum tölvuleikjum sem ekki voru endilega half-life leikir.  Um áramótin 2007/2008 ákvað ég að kaupa eSports.is þar sem ég taldi að það væri rétti vettvangurinn fyrir mig að skrifa tölvuleikjafréttir enda meira svigrúm að skrifa um alla leiki en ekki eingöngu um half-life leiki.  Opnaði síðan eSports.is með pomp og prakt 1. febrúar árið 2008.

    eSports er skammstöfun fyrir Electronic sports, sem sér um að vera með fréttaumfjöllun af hinum ýmsu keppnum og leikjum.  Eins og ég kom að hér ofan þá hefur verið mikil breyting á vefnum og mörg hver íslensk samfélög í hinum og þessum leikjum hafa fjarað út, þá hef ég breytt taktík og núna fjallar eSports.is fyrst og fremst um Íslenska leikjasamfélagið, hvort sem það eru keppnir af online eða lanmótum, fréttir af misþekktum íslenskum spilurum, glens og grín, þó aðallega grín og hefur það reynst alveg ágætlega og alltaf eitthvað efni til að skrifa um.

    Ég er langt í frá að fara hætta og sé alveg fyrir mér að halda áfram á sömu braut hér á eSports.is um ókomin ár, enda tölvuleikir og íslenska tölvuleikjasamfélagið í heild sinni eitt af mínum áhugamálum.

    Fleiri þúsund keppendur í online mótum hér á eSports.is
    Í gegnum árin hefur verið mikið af online mótum og keppendur eru fleiri þúsundir og hefur oft á tíðum verið ansi mikið fjör í kringum online mótin, pex og vesen, en sem betur fer er alltaf gaman og challenge að halda online mót.  Frá því að ég keypti eSports.is þá hef á alltaf boðið upp á aðsetur fyrir online mót þar sem mótshaldarar gefst kostur á að fá vefsvæði til að halda online mótin þeim að kostnaðarlausu.

    Að lokum
    Það er hægt að skrifa ansi langan pistil um það sem eSports.is hefur gengið í gegnum, en ég ætla ekki að þreyta ykkur með því og vil að endingu þakka öllum sem hafa aðstoðað mig með heimasíðuna, skrifað fréttir, stjórnað spjallinu, aðstoðað mig í tæknimálum, og þú lesandi góður að koma í heimsókn og lesa bullið í þeim gamla 🙂

    Jæja elskurnar, verið nú dugleg að óska eSports.is til hamingju í comment kerfinu 🙂

    Deila Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Chef-Jack

    Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

    Tengdar færslur

    Þessir skotleikir verða algjör sprengja! Heitustu leikirnir 2025

    03.02.2025

    PC leikmenn fá loks að upplifa The Last of Us Part II í endurútgáfunni – Vídeó

    02.02.2025

    Nýr þáttur hjá Leikjavarpinu – Leikir væntanlegir 2025, GTA IV, Doom: The Dark Ages ásamt fjölda annarra leikja

    31.01.2025

    Marvel Rivals bannar mods – En moddarar láta ekki bannið stoppa sig

    30.01.2025
    Við mælum með

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Myrkur Games sameinar íslenskt hugvit og hágæða tækni í stórleiknum Echoes of the End – kemur út í sumar

    08.06.2025

    Hver er TGLTN – óstöðvandi PUBG-snillingur frá Ástralíu? – þetta myndband segir meira en þúsund orð

    07.06.2025

    Fréttir alla daga, alla mánuði – 17 ára saga – eSports.is þjónustar íslenska leikjamenningu

    25.05.2025
    1 2 Next
    Mest lesið
    • Hong Kong bannar tölvuleik með tilvísun í lög um þjóðaröryggi – leikurinn sagður hvetja til aðskilnaðar og valdaráns - Reversed Front: Bonfire
      Tölvuleikur bannaður í Hong Kong – spilarar eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi
      16.06.2025
    • Cristiano Ronaldo verður alþjóðlegur talsmaður Esports World Cup 2025
      Cristiano Ronaldo verður alþjóðlegur talsmaður Esports World Cup 2025
      15.06.2025
    • Hideo Kojima rúllar upp framtíð leikja: Death Stranding 2 og OD sýnd í fyrsta sinn
      Hideo Kojima rúllar upp framtíð leikja: Death Stranding 2 og OD sýnd í fyrsta sinn
      17.06.2025
    • MindsEye fær harkalega gagnrýni – Leikmenn fastir í hjartahnoði
      MindsEye fær harkalega gagnrýni – Leikmenn fastir í hjartahnoði
      13.06.2025
    Leikjarýni í vinnslu

    17. júní 2025 – Run Pizza Run
    (Leikjarýnin lítur dagsins ljós á næstu dögum.)

    esports.is
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    • Forsíða
    • Auglýsa
    • Tölvuleikir
    • Um vefinn

    Sláðu inn leitarorð hér að ofan og smelltu á Enter til að leita. Smelltu á Esc til að hætta við.