Heim / PC leikir / Fyrsta IGI meetup þessa árs
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Fyrsta IGI meetup þessa árs

Fyrsta Icelandic Gaming Industry (IGI) meetup þessa árs verður haldið á morgun 3. maí á Uno (Hafnarstræti 1-3, 2. hæð) og mun hefjast klukkan 20:00. Búast má við mjög skemmtilegu og áhugaverðu kvöldi.

Aðalsteinn H. Sverrisson byrjar kvöldið á því að kynna The Nordic Games ráðstefnuna og þátttöku IGI þar. Á eftir honum mæta svo sigurvegarar Game Creator keppninnar, Lumenox. Þær ætla að vera með stutta kynningu á fyrirtæki sínu Lumenox og einnig mun þeir fjalla um mikilvægi second til second gameplay.

Á eftir þessum tveimur kynningum hvetur viðburðastjórn IGI fólk til að staldra við og spjalla saman og fá sér einn til tvo kalda, en þetta kemur fram á facebook síðu Icelandic Gaming Industry.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds býður hluthafa sína ...