Author: Chef-Jack

Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
Íslenskur Team Forttress 2 hittingur verður í kvöld klukkan 22°°. Minnum á að joina TF2 grúppuna hér til að láta minna sjálfkrafa á.
Þriðjudaginn 21. ágúst kemur tölvuleikurinn Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO) út á stýrikerfunum PC, Mac, Xbox 360 og PlayStation 3, en beta útgáfan var hleypt í gang nú í vikunni og má sjá fjölmarga íslenska spilara prufa nýja leikinn. Nýir íslenskir serverar CS:GO hafa sprottið upp sem eru: Cobalt.is býður uppá CS:GO servera hér. Letsgo-cs.net aka ziNeLf póstar ip tölum á spjallið okkar hér. Undirritaður (Chef-Jack, fréttamaður eSports.is) kíkti á leikinn og er hann ansi frábrugðin Counter Strike 1.6 og Counter Strike:Source og þó nær CSS, en leikurinn er skemmtilega hannaður. Möppin dust, Dust2, inferno, Nuke og fleiri möpp eru svipuð…
Evrópsk landsliðs keppni hefur verið sett af stað í Battlefield 3 sem heitir „PSGN: 2012 Euro Cup“. Keppnisfyrirkomulag er svipað og er í Clan Base en einungis evrópsk lið sem fá að keppa. Mótið er byggt á 6 vs 6 og er Infantry Only. Ísland lét ekki segja sér tvisvar um að taka þátt og var farið á fullt að stofna BF3 landslið og er það d0ct0r_who sem á veg og vanda að undirbúningnum. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins er 24. ágúst næstkomandi og að sjálfsögðu mun eSports.is fylgjast vel með landsliðinu og flytja ykkur fréttir frá velgengni þeirra í keppninni.…
Nú um helgina fór fram lanmótið HR-ingurinn þar sem keppt var í þremur leikjum, League of Legends, Starcraft2 og Counter Strike 1.6. Úrslitin voru á þessa leið: Counter Strike 1.6: 1. Sæti – Celph 2. Sæti – AX 3-4. Sæti – dbsc / RwS Starcraft 2 Það var Kaldi sem sigraði Starcraft 2 mótið, en nánari umfjöllun um úrslitin er hægt að nálgast á vef Nörd Norðursins hér. League of Legends Það var LE37 sem sigraði LoL mótið, en nánari umfjöllun um úrslitin er hægt að nálgast á vef Nörd Norðursins hér. eSports.is þakkar öllum lanmót keppendum, admin´s og öðrum…
Skemmtileg mynd var póstuð inn á facebook síðu HR-ings þar sem sjá má salinn tómann á lanmótinu sem haldin var nú um helgina. Klukkan var 09:15 þegar myndin var tekin, adminar enn að spila og engir gamerar, 1 – 0 fyrir admins, segir á facebook síðu HR-ings. Úrslit úr leikjum og nánari umfjöllun mun verða birt síðar hér á eSports.is Myndir frá facebook síðu HR-ings.
„Ég er búinn að fara yfir allt og er eiginlega búinn að púsla þessu öllu saman og hér er niðurstaðan“, segir Hjorleifsson á spjallinu, en hann hefur verið ansi duglegur að koma öllu saman í Battlefield 3 claninu Icelandz Elitez sem telur nú 35 meðlimi. Nýr BF3 server á vegum Icelandz Elitez er kominn upp sem heitir: Icelandz Elitez Gaming. Allir nýliðar velkomnir óháð skillz og margt fleira er hægt að lesa í pistli hjá Hjorleifsson á spjallinu með því að smella hér. Mynd: Logo merki Icelandz Elitez
Battlefield 3 spilarinn Muffin-King hefur verið mjög virkur við að gera vídeó úr leiknum og nú nýverið uploadaði hann myndbandi inn á youtube sem hann kallar „BF3 Live Commentary (Coffee editon!)“ og má heyra að hann hefur fengið sér aðeins of mikið af kaffi 🙂 „Haha, Kaffi er gott 😀 ég hellti upp á svona rúmlega 800 ml af kaffi og áður en ég vissi af hafði ég drukkið það allt á meðan ég var að leika mér í Myndvinnsluforritinu Sony Vegas. Ákvað þá að spila BF3 og sjá hvernig það væri. :P“, sagði Muffin-King á spjallinu aðspurður um hvað…
Það var fámennt en góðmennt á Team Fortress 2 hittingnum í kvöld og var ekki annað að sjá en spilarar skemmtu sér konunglega, tja kannski fyrir utan hjá spilaranum Skjálfa-Leiðindi, en hann var hreinlega lagður í einelti af fréttamanni eSports.is eins og sjá má á meðfylgjandi myndum 🙂 Hvetjum alla þá sem vilja fylgjast með TF2 og íslenskum viðburðum að joina Steam grúppuna okkar hér.
Núna 21. ágúst næstkomandi kemur tölvuleikurinn Counter-Strike: Global Offensive út stýrikerfunum Microsoft Windows, Mac OS X, Xbox 360 og PlayStation 3. Í dag var gerð stærsta uppfærsla á leiknum hingað til á beta útgáfunni og má lesa nánar um hana hér. „Vel, en ég ætla skipta yfir þegar hann kemur út“ sagði íslenski Counter Strike:Source spilarinn Cast í samtali við eSports.is aðspurður um hvernig honum líkar beta útgáfan af leiknum og hvort hann ætlar að skipta alfarið yfir. Hér að neðan er gameplay myndband af CS:GO, en þess ber að geta að leikurinn hefur breyst mikið síðan þetta myndband kom…
HR-ingurinn, 200 manna tölvuleikjamót, fer fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina sem ber heitið HR-ingurinn og er það árlegt tölvuleikjamót skipulagt af Tvíund nemendafélagi tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. 200 manns eru mættir til að etja kappi í League of Legends, Counter Strike, Starcraft II og fleiri leikjum. Til mikils er að vinna en verðlaun mótsins eru metin á yfir hálfa milljón, segir í fréttatilkynningu frá Tvíund. Mótið nær hámarki í dag, laugardaginn 11. ágúst en úrslitakeppni hefst síðan á morgun. Húsið er opið öllum en hægt er að koma og horfa á leikina varpað á stóru tjaldi. CCP verður…