Heim / PC leikir / Gogogo í CS:GO | Nýir íslenskir serverar
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Gogogo í CS:GO | Nýir íslenskir serverar

Þriðjudaginn 21. ágúst kemur tölvuleikurinn Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO) út á stýrikerfunum PC, Mac, Xbox 360 og PlayStation 3, en beta útgáfan var hleypt í gang nú í vikunni og má sjá fjölmarga íslenska spilara prufa nýja leikinn.

Nýir íslenskir serverar CS:GO hafa sprottið upp sem eru:

Cobalt.is býður uppá CS:GO servera hér.

Letsgo-cs.net aka ziNeLf póstar ip tölum á spjallið okkar hér.

Undirritaður (Chef-Jack, fréttamaður eSports.is) kíkti á leikinn og er hann ansi frábrugðin Counter Strike 1.6 og Counter Strike:Source og þó nær CSS, en leikurinn er skemmtilega hannaður.  Möppin dust, Dust2, inferno, Nuke og fleiri möpp eru svipuð uppbyggt og er í Cs 1.6 og CSS sem gerir þetta allt mun auðveldara að læra á möppin osfr.

Meðfylgjandi myndir er frá þegar fréttamaður eSports.is kíkti á server og spilaði þar með gömlu köllunum í Cobalt og fékk spilarinn FAXE alveg að finna fyrir því og endaði með einvígi þeirra á milli allt kvöldið, eins og sjá má á myndunum 🙂

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds býður hluthafa sína ...